Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Rúnar Freyr Gíslason er fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision og framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Daníel Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar. Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira
Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar.
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira