Boeing gerði dómsátt við ráðuneytið árið 2021 upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadala, um 350 milljarða króna, vegna málarekstur í tengslum við hrap tveggja Boeing 737 Max-flugvéla. Flugvélarnar hröpuði árin 2018 og 2019 með þeim afleiðingum að rúmlega 300 manns létust.
Dómsáttin fól í sér að dómsmálaráðuneytið hætti við að höfða refsimál á hendur Boeing.
AP greinir frá því að ráðuneytið hafi tilkynnt alríkisdómara í Texas dag að fyrirtækið hafi rofið ákvæði sáttarinnar, með því að gera ekki breytingar sem áttu að gera það að verkum að það bryti ekki gegn alríkislögum um svik.
Því sé nú á valdi dómsmálaráðuneytisins að ákveða hvort refsimál verði höfðað gegn Boeing.