Stefni í endurtekningu á síðasta vori Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. maí 2024 09:41 Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar, telur stefna í að ríkisstjórnin semji umdeild mál út af borðinu. vísir/Einar Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira