Stefni í endurtekningu á síðasta vori Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. maí 2024 09:41 Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar, telur stefna í að ríkisstjórnin semji umdeild mál út af borðinu. vísir/Einar Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira