Samið um kappræður í júní og september Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:09 Samið hefur verið um tvennar kappræður en enn á eftir að ganga frá ýmsum útfærsluatriðum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Fyrri kappræðurnar verða haldnar 27. júní næstkomandi og verða í umsjá CNN en seinni kappræðurnar fara fram 10. september og verður sjónvarpað af ABC News. Nefnd um kappræður í forsetakosningum, sem hefur haldið utan um kappræðurnar í nærri 40 ár, mun ekki koma að málum að þessu sinni en Biden og Trump hafa báðir lýst óánægju sinni með nefndina. Nefndin hafði ákveðið kappræður 16. september, 1. október og 9. október. Þá vekur athygli hversu snemma fyrri kappræðurnar fara fram en hvorugur frambjóðandinn mun vera formlega útnefndur af flokk sínum þegar þeir mætast í júní. Samkvæmt New York Times er enn verið að ræða og útfæra ýmis atriði. Kappræður CNN eru sagðar munu fara fram án áhorfenda en um er að ræða kröfu úr herbúðum Biden, þar sem menn vilja freista þess að koma í veg fyrir að viðbrögð áhorfenda trufli skoðanaskiptin. Trump, sem nærist á köllum stuðningsmanna sinna, hefur sakað Biden um að hræðast að mæta honum frammi fyrir hóp áhorfenda. Teymi Biden er einnig sagt hafa sett fram þá kröfu að aðeins yrði um að ræða hann og Trump og að Robert F. Kennedy Jr., sem er í framboði sem óháður, verði ekki boðið. Þá ku teymið einnig hafa farið fram á að slökkt yrði á míkrafónum þegar úthlutaður tími til að tala rynni út. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Fyrri kappræðurnar verða haldnar 27. júní næstkomandi og verða í umsjá CNN en seinni kappræðurnar fara fram 10. september og verður sjónvarpað af ABC News. Nefnd um kappræður í forsetakosningum, sem hefur haldið utan um kappræðurnar í nærri 40 ár, mun ekki koma að málum að þessu sinni en Biden og Trump hafa báðir lýst óánægju sinni með nefndina. Nefndin hafði ákveðið kappræður 16. september, 1. október og 9. október. Þá vekur athygli hversu snemma fyrri kappræðurnar fara fram en hvorugur frambjóðandinn mun vera formlega útnefndur af flokk sínum þegar þeir mætast í júní. Samkvæmt New York Times er enn verið að ræða og útfæra ýmis atriði. Kappræður CNN eru sagðar munu fara fram án áhorfenda en um er að ræða kröfu úr herbúðum Biden, þar sem menn vilja freista þess að koma í veg fyrir að viðbrögð áhorfenda trufli skoðanaskiptin. Trump, sem nærist á köllum stuðningsmanna sinna, hefur sakað Biden um að hræðast að mæta honum frammi fyrir hóp áhorfenda. Teymi Biden er einnig sagt hafa sett fram þá kröfu að aðeins yrði um að ræða hann og Trump og að Robert F. Kennedy Jr., sem er í framboði sem óháður, verði ekki boðið. Þá ku teymið einnig hafa farið fram á að slökkt yrði á míkrafónum þegar úthlutaður tími til að tala rynni út.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira