Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókaútgáfa Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Vegna afsagnar hennar hefði þurft að prenta bókina aftur með nýjum formála rituðum af Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra. Hvers vegna í ósköpunum var svo nauðsynlegt að rita nýjan formála að prenta þyrfti allt upplagið á nýjan leik með tilheyrandi kostnaði? Var ekki einfaldlega hægt að segja að bókin hefði verið gefin út í tilefni af afmælisárinu og gengið frá henni í tíð fyrrverandi forsætisráðherra? Hvaða máli hefði það í raun skipt? Katrín hefur aðspurð einfaldlega bent á það að ákvörðunin væri ekki hennar. Það væri Bjarna að svara fyrir það. Talað hefur verið um það að umrædd bók hefði verið hugarfóstur Katrínar. Var þá ekki enn ríkari ástæða til þess að leyfa formálanum hennar að halda sér? Komið hefur fram í fjölmiðlum að Katrín hafi verið að vinna að formálanum allt fram að því að bókin fór í prentun sem bendir ekki beinlínis til þess að ákvörðun hennar um framboð hafi verið tekin með margra mánaða fyrirvara eins og sumir hafa gert skóna að. Hvernig sem á málið er litið má ljóst vera að engin þörf hafi verið á því að farga 30.000 bókum einungis vegna þess að sitjandi forsætisráðherra þegar þær voru prentaðar lét síðar af embætti. Það er vitanlega núverandi forsætisráðherra að svara fyrir það hvers vegna þessi sóun þurfti að eiga sér stað enda ákvörðunin tekin á hans vakt. Hvort sem hún var tekin af honum sjálfum eða starfsmönnum forsætisráðuneytisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar