Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2024 14:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, hélt tölu á ársfundinum. Þorkell Þorkelsson Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent