Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2024 14:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, hélt tölu á ársfundinum. Þorkell Þorkelsson Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira