Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 20:30 Bjarni Benediksson kynnti aðgerðir vegna Grindavíkur á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira