„Forsetaframbjóðandi er á villigötum“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 12:51 Róbert Spanó segir viðbrögð Arnars Þórs við skopmynd Halldórs áhyggjuefni. vísir/vilhelm/mannréttindadómsstóll evrópu Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu. Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“ Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“
Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01