Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2024 19:36 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Ákvörðun Hagkaups um að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði er síður en svo óumdeild. Heilbrigðisráðherra segist telja að um klárt lögbrot sé að ræða, en dómsmálaráðherra er honum ósammála. Félagsmálaráðherra telur sölu áfengis í matvöruverslunum skaðlega samfélaginu, og að með ÁTVR sé nægt aðgengi að áfengi. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að áfengi verði selt með ströngum skilyrðum, og það verði ekki aðgengilegt í hillum verslunarinnar í Skeifunni, þar sem pantanir verða afhentar. Aðeins verði hægt að panta áfengi á ákveðnum tíma dags, og til að fá pantanir afhentar þurfi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. „Sumir lesa kannski ekki alveg allar fréttirnar og halda jafnvel að þetta sé að koma í hillur matvöruverslana. Það er mikilvægt að taka það fram að þetta er netverslun, og að vörur eru ekki fyrir augum viðskiptavina heldur inni á baksviðum. Skilyrðin til þess að fá þetta afhent eru mjög ströng, þar sem um er að ræða rafræn skilríki og auðkenningu,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri. „Meira en flestir eru að gera á þessum markaði“ Lýðheilsusérfræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef áformin raungerist verði það stærsta lýðheilsuslys Íslands og að Hagkaup verði að hafa sómakennd og siðferðisstandard, sem felist í því að fara að lögum. Sigurður telur alveg ljóst að löglegt sé að stofna erlent fyrirtæki með netverslun um áfengi hér á landi. „Enda myndum við ekki fara af stað í svona verkefni nema vitandi það að þetta sé löglegt. Það kom nú fram í hádegisfréttum [Bylgjunnar] að dómsmálaráðherra staðfestir það að netverslun eins og þessi er lögleg, og fyrrverandi dómsmálaráðherra líka. Við erum sammála honum og okkar sérfræðingar líka,“ segir Sigurður. Áhyggjur manna af áformunum séu að einhverju leyti skiljanlegar. „Þess vegna höfum við sett okkur mjög skýrar reglur um hvernig við ætlum að gera þetta. Og ég held að eins og við lýstum ferlinu hérna áðan, þá er þetta ekki fyrir allra augum og afhendingin fer fram með rafrænum skilríkjum. Það er bara meira en flestir eru að gera á þessum markaði.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 „ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30
„ÁTVR dugar“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“ 24. maí 2024 10:54