Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 06:46 Hópur fólks mótmælti því nýlega þegar fjórir nígerískir ríkisborgarar, þar af þrjár konur sem eru þolendur mansals, voru flutt af landi brott í þvinguðum flutningi. Aðsend Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17