Guðlaug Edda er annar Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana en áður var Anton Sveinn McKee kominn með keppnisrétt í París.
Möguleikar Guðlaugar Eddu á að komast inn á Ólympíuleikana jukust mikið eftir að hún lenti í 3. sæti í Asia Triathlon Cup í Osaka í Japan um helgina.
Alþjóða þríþrautarsambandið staðfesti svo í dag að Guðlaug Edda fengi sæti á Ólympíuleikunum í París sem fara fram dagana 26. júlí-11. ágúst. Hún er sú 49. sem fær sæti í þríþrautarkeppninni á Ólympíuleikunum. Alls verða 55 þátttakendur í henni.
Guðlaug Edda hefur verið á uppleið á heimslistanum að undanförnu og er núna í 143. sæti hans.