„Margir héldu að ég væri endanlega búinn að missa það“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Baltasar frumsýnir í dag kvikmyndina Snertingu, byggða á bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hulda Margrét Baltasar Kormákur segir sjálfsvinnu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur teksti á við. Baltasar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að breyta mörgu í eigin fari og þó að það sé ekki auðvelt, sé það á endanum stærsta verkefnið í lífinu. „Það er frábært verkefni að leiðrétta sig og vinna í sér. Ég fer reglulega til sálfræðings og hef á undanförnum árum unnið mikið í sjálfum mér og það er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við. Þegar ég var ungur var viðkvæðið það að það væru bara aumingjar sem færu til sálfræðings, en í dag er það frekar þannig að það séu aumingjar sem þora ekki að vinna í sjálfum sér og horfast í augu við sjálfan sig. Það er miklu meiri aumingjaskapur,“ segir Baltasar. „Ég hef þurft að grafa mjög djúpt til þess að ná að skilja ákveðin hegðunarmynstur hjá sjalfum mér og breyta þeim. Hvort sem það kemur að kynhegðun eða öðrum mynstrum sem koma líklega að mestu frá uppvextinum og æskunni. En það er ekki þar með sagt að eitthvað þurfi að vera einhvern vegin að eilífu. Kynslóðirnar sem komu á undan höfðu ekki sömu tækifæri til að slíta á keðjuna með því að vinna úr eigin áföllum. Það er ekkert betra en að eiga möguleika á að breyta sjálfum sér sem manneskju til að verða betri við fólkið í kringum sig." Bæði listamaður og bissnessmaður Baltasar hefur brugðið sér í mörg líki í gegnum tíðina og eitt af því er að vera viðskiptamaður og gera trekk í trekk mjög stóra samninga upp á háar upphæðir. Hann segist líta á sig sem bæði listamann og bisnessmann. „Ég hef alltaf verið listamaður, en ég er líka bisnessmaður. Það fer örugglega í taugarnar á einhverjum, en mér er alveg sama. Ég er með töluheila og stærðfræði var alltaf sterkasta greinin mín í menntaskóla. Mér finnst rosalega gaman að gera díla. Ég var að gera einn stærsta díl sem ég hef gert bara síðustu helgi og það er eitthvað við það sem gefur mér mikið. En svo ætlaði ég að fara að kaupa mér jakkaföt fyrir frumsýninguna á Snertingu, en þá fékk ég bara kvíðakast,“ segir Baltasar. „Ég get gert milljarða díl án þess að finna minnsta stress, en svo get ég ekki valið mér jakkaföt. Þetta hljómar eins og þversögn, en það er eitthvað við það að gera stóra samninga og klára díla sem mér finnst bara rosalega gaman og ég veit að það er líka einn af mínum styrkleikum,“ segir Baltasar. Hann segir virkilega gaman að horfa yfir farinn veg og ferilinn og stundum átti hann sig ekki á því hve merkilegt margt af því sé. „Ef ég hefði sagt þegar ég var ungur að ég ætlaði að fara til Hollywood að leikstýra Denzel Washington hefði ég bara verið keyrður beint á Klepp. Hugmyndin um að einhver frá Íslandi gæti gert þessa hluti var einfaldlega ekki til. En um leið og það verður til fyrirmynd sem sýnir að þetta sé hægt fer huglæga fyrirstaðan og fleiri geta fylgt í kjölfarið. Björk er algjör ,,Icebreaker” í því að sýna Íslendingum að við getum náð langt erlendis. Hún opnaði þann möguleika að þetta væri yfir höfuð hægt. Vonandi hef ég gert eitthvað svipað í kvikmyndagerð og hún hefur gert í tónlist.“ Ekki tilbúinn að skipta út lífinu á Íslandi fyrir Hollywood Baltasar segist eiga frábært líf á Íslandi og að hann hafi engan áhuga á að búa í Los Angeles eða vera meira í Hollywood. „Mín staða er þannig að ég gæti bara verið úti í Los Angeles að gera myndir og búið bara þar. En ég sé það sem mikla gæfu að ég var búinn að móta mitt líf talsvert mikið þegar ég fór að fá athygli erlendis. Ég á börn, fjölskyldu, líf og hesta og í raun bara líf sem ég er ekki tilbúinn til að skipta út fyrir að vera í Hollywood. Ég sé það líka sem gæfu að standa aðeins utan við þennan heim sem er í gangi þar,“ segir Baltasar. „Ég finn það oft þegar ég kem til Los Angeles að maður fer mjög hratt inn í hvirfilvindinn og verður samdauna því sem er að gerast þar, en það gerir mann alls ekki að betri leikstjóra. Ég á frábært líf í dag og er virkilega þakklátur fyrir það og myndi ekki vilja skipta því út fyrir neitt.“ Valdi Gufunes fram yfir Fast and the Furious Þegar Baltasar horfir yfir farinn veg segist hann stoltastur af kvikmyndaverinu í Gufunesi, sem hann segir verkefni af stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. „Í raun og veru er byggingin á stúdíóinu í Gufunesi það langstærsta sem ég hef gert á ferlinum. Ég er ekki viss um að fólk kveiki yfir höfuð á því hvað það er stórt dæmi. Það að ráðast í að byggja stúdíó á ruslahaugunum í Gufunesi sem er notað í stórar Hollywood myndir er meira en að segja það. Ég lít stundum til baka og hugsa hvernig mér datt þetta í hug og hvar ég fann kjarkinn í að láta vaða í að fara „all in“ í þetta verkefni,“ segir Baltasar. „Þessi staður í Gufunesi var á tímabili kallaður „Chernobyl“ og ég held að margir hafi haldið að ég væri endanlega búinn að missa það. Ég tók allt sem ég var búinn að eignast úti og setti það í þetta verkefni. Ég er mjög vel launaður í myndum sem ég geri úti og hefði bara getað haldið mig við öryggið í því. Ég sagði nei við því að leikstýra „Fast and the Furious.“ Mér var boðið að gera tvær svoleiðis myndir og launin við það eru eitthvað sem fæstir myndu segja nei við. En ég fann bara að ég vildi ekki fara niður þann veg og festast í þeirri vél. Það er ótrúlega gefandi fyrir mig að koma inn í stúdíóið á Gufunesi þegar allt er á fullu í upptökum og ég er gríðarlega stoltur af þessu verkefni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Bíó og sjónvarp Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Það er frábært verkefni að leiðrétta sig og vinna í sér. Ég fer reglulega til sálfræðings og hef á undanförnum árum unnið mikið í sjálfum mér og það er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við. Þegar ég var ungur var viðkvæðið það að það væru bara aumingjar sem færu til sálfræðings, en í dag er það frekar þannig að það séu aumingjar sem þora ekki að vinna í sjálfum sér og horfast í augu við sjálfan sig. Það er miklu meiri aumingjaskapur,“ segir Baltasar. „Ég hef þurft að grafa mjög djúpt til þess að ná að skilja ákveðin hegðunarmynstur hjá sjalfum mér og breyta þeim. Hvort sem það kemur að kynhegðun eða öðrum mynstrum sem koma líklega að mestu frá uppvextinum og æskunni. En það er ekki þar með sagt að eitthvað þurfi að vera einhvern vegin að eilífu. Kynslóðirnar sem komu á undan höfðu ekki sömu tækifæri til að slíta á keðjuna með því að vinna úr eigin áföllum. Það er ekkert betra en að eiga möguleika á að breyta sjálfum sér sem manneskju til að verða betri við fólkið í kringum sig." Bæði listamaður og bissnessmaður Baltasar hefur brugðið sér í mörg líki í gegnum tíðina og eitt af því er að vera viðskiptamaður og gera trekk í trekk mjög stóra samninga upp á háar upphæðir. Hann segist líta á sig sem bæði listamann og bisnessmann. „Ég hef alltaf verið listamaður, en ég er líka bisnessmaður. Það fer örugglega í taugarnar á einhverjum, en mér er alveg sama. Ég er með töluheila og stærðfræði var alltaf sterkasta greinin mín í menntaskóla. Mér finnst rosalega gaman að gera díla. Ég var að gera einn stærsta díl sem ég hef gert bara síðustu helgi og það er eitthvað við það sem gefur mér mikið. En svo ætlaði ég að fara að kaupa mér jakkaföt fyrir frumsýninguna á Snertingu, en þá fékk ég bara kvíðakast,“ segir Baltasar. „Ég get gert milljarða díl án þess að finna minnsta stress, en svo get ég ekki valið mér jakkaföt. Þetta hljómar eins og þversögn, en það er eitthvað við það að gera stóra samninga og klára díla sem mér finnst bara rosalega gaman og ég veit að það er líka einn af mínum styrkleikum,“ segir Baltasar. Hann segir virkilega gaman að horfa yfir farinn veg og ferilinn og stundum átti hann sig ekki á því hve merkilegt margt af því sé. „Ef ég hefði sagt þegar ég var ungur að ég ætlaði að fara til Hollywood að leikstýra Denzel Washington hefði ég bara verið keyrður beint á Klepp. Hugmyndin um að einhver frá Íslandi gæti gert þessa hluti var einfaldlega ekki til. En um leið og það verður til fyrirmynd sem sýnir að þetta sé hægt fer huglæga fyrirstaðan og fleiri geta fylgt í kjölfarið. Björk er algjör ,,Icebreaker” í því að sýna Íslendingum að við getum náð langt erlendis. Hún opnaði þann möguleika að þetta væri yfir höfuð hægt. Vonandi hef ég gert eitthvað svipað í kvikmyndagerð og hún hefur gert í tónlist.“ Ekki tilbúinn að skipta út lífinu á Íslandi fyrir Hollywood Baltasar segist eiga frábært líf á Íslandi og að hann hafi engan áhuga á að búa í Los Angeles eða vera meira í Hollywood. „Mín staða er þannig að ég gæti bara verið úti í Los Angeles að gera myndir og búið bara þar. En ég sé það sem mikla gæfu að ég var búinn að móta mitt líf talsvert mikið þegar ég fór að fá athygli erlendis. Ég á börn, fjölskyldu, líf og hesta og í raun bara líf sem ég er ekki tilbúinn til að skipta út fyrir að vera í Hollywood. Ég sé það líka sem gæfu að standa aðeins utan við þennan heim sem er í gangi þar,“ segir Baltasar. „Ég finn það oft þegar ég kem til Los Angeles að maður fer mjög hratt inn í hvirfilvindinn og verður samdauna því sem er að gerast þar, en það gerir mann alls ekki að betri leikstjóra. Ég á frábært líf í dag og er virkilega þakklátur fyrir það og myndi ekki vilja skipta því út fyrir neitt.“ Valdi Gufunes fram yfir Fast and the Furious Þegar Baltasar horfir yfir farinn veg segist hann stoltastur af kvikmyndaverinu í Gufunesi, sem hann segir verkefni af stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. „Í raun og veru er byggingin á stúdíóinu í Gufunesi það langstærsta sem ég hef gert á ferlinum. Ég er ekki viss um að fólk kveiki yfir höfuð á því hvað það er stórt dæmi. Það að ráðast í að byggja stúdíó á ruslahaugunum í Gufunesi sem er notað í stórar Hollywood myndir er meira en að segja það. Ég lít stundum til baka og hugsa hvernig mér datt þetta í hug og hvar ég fann kjarkinn í að láta vaða í að fara „all in“ í þetta verkefni,“ segir Baltasar. „Þessi staður í Gufunesi var á tímabili kallaður „Chernobyl“ og ég held að margir hafi haldið að ég væri endanlega búinn að missa það. Ég tók allt sem ég var búinn að eignast úti og setti það í þetta verkefni. Ég er mjög vel launaður í myndum sem ég geri úti og hefði bara getað haldið mig við öryggið í því. Ég sagði nei við því að leikstýra „Fast and the Furious.“ Mér var boðið að gera tvær svoleiðis myndir og launin við það eru eitthvað sem fæstir myndu segja nei við. En ég fann bara að ég vildi ekki fara niður þann veg og festast í þeirri vél. Það er ótrúlega gefandi fyrir mig að koma inn í stúdíóið á Gufunesi þegar allt er á fullu í upptökum og ég er gríðarlega stoltur af þessu verkefni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Bíó og sjónvarp Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira