„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 19:05 Bubbi er orðinn langþreyttur á ljóutm skilaboðum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann. Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann.
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira