Hansi Flick formlega staðfestur sem stjóri Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 12:04 Hansi Flick náði ótrúlegum árangri í starfi hjá Bayern Munchen og vonast til að leika það eftir hjá spænska stórveldinu. vísir/getty Barcelona hefur staðfest ráðningu Hansi Flick sem nýjan þjálfara liðsins eftir að Xavi Hernandéz var sagt upp störfum á dögunum. Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári. Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira
Ráðningin átti sér langan aðdraganda, Xavi sagði frá því í janúar að hann myndi ekki halda áfram störfum og þá fór Hansi Flick strax að æfa spænskuna. Xavi samþykkti svo beiðni Barcelona um að halda áfram en var rekinn í síðustu viku eftir að hafa gagnrýnt fjárhagsstöðu félagsins. Hansi Flick var ávallt talinn líklegasti eftirmaður hans, raunar virtist enginn annar koma til greina í umræðunni. Nú hefur ráðningin verið staðfest og Flick skrifar undir samning sem gildir til 30. júní 2026. „Með ráðningu Hansi Flick hefur félagið valið mann sem er þekktur fyrir hápressu, ákafa og áræðna spilamennsku, sem hefur notið velgengni á landsliðs- og félagsliðafótbolta og unnið nánast allt sem hægt er að vinna,“ segir í tilkynningu Barcelona. Á sínum tíma sem leikmaður var Flick miðjumaður í liði Bayern Munchen árin 1985-90 þegar félagið fagnaði fjórum deildarmeistaratitlum, einum bikartitli og lék til úrslita í Evrópubikarnum. Þjálfaraferilinn hóf hann sem aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2006. Því starfi sinnti hann til ársins 2014 þegar Þýskaland varð heimsmeistari. Hann söðlaði um og endaði svo hjá Bayern Munchen árið 2019, fyrst sem aðstoðarmaður Niko Kovac en var fljótt orðinn aðalþjálfari liðsins. Í lok árs 2020 hafði hann stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, þýska bikarnum, þýsku deildinni, UEFA ofurbikarnum og á HM félagsliða. Titlafimma, árangur sem aðeins Barcelona hafði afrekað áður, árið 2009 undir stjórn Pep Guardiola. Hann tók svo við af læriföður sínum Joachim Löw hjá þýska landsliðinu árið 2021 en hefur verið atvinnulaus síðan þýska knattspyrnusambandið sagði honum upp störfum í september á síðasta ári.
Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira