Ísland leiði Norðurlöndin saman og innleiði viðskiptaþvinganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:11 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar vill að Ísland taki forystu í að leiða Norðurlandaþjóðirnar saman í samtal um að innleiða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Hún segir rödd Íslands á alþjóðasviðinu í dag vera brotna. Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“ Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“
Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16