Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 19:04 Styr hefur staðið um kaup Landsbankans á TM. Vísir/Vilhelm Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. Í tilkynningu frá Landsbankanum sem send var fjölmiðlum nú í kvöld segir að samningur um kaupin hafi verið undirritaður í dag. Þegar Landsbankinn lagði tilboð sitt fram í mars hafi það verið með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, sem nú sé lokið, og þá liggi fyrir lögfræðiálit frá utanaðkomandi ráðgjöfum um að þáverandi bankaráð hefði haft heimild til að ákveða að gera tilboðið. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnanna. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Bankasýsla skipti út þáverandi bankaráði sem tók ákvörðun um að leggja fram tilboð á aðalfundi Landsbankans 19. apríl. Hún vildi að nýtt bankaráð leitaði leiða til þess að losna við TM. Þórdís Kolbrún var sögð sammála því. Efalaust skulbindandi tilboð og samningur Lögfræðiálitið um heimild fyrrverandi bankaráðs til þess að leggja tilboðið fram var unnið að beiðni Jóns Þ. Sigurgeirssonar sem tók við formennsku í ráðinu á aðalfundi í síðasta mánuði. Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómarar, unnu álitið. Niðurstaða þeirra er að tilboðið sem Landsbankinn lagði fram í TM 15. mars hafi verið skuldbindandi. Þegar Kvika banki samþykkti það tveimur dögum síðar hafi komist á kaupsamningur sem skuldbindi Landsbankann „án efa“. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að eitthvað hefði skort á heimild bankaráðsins eða það hafi mátt vita að ákvörðunina væri andstæð vilja stærsta hluthafa bankans þá réði það ekki úrslitum um hvort að tilboðið teldist skuldbinbandi fyrir Landsbankann. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Tryggingar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09 Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbankanum sem send var fjölmiðlum nú í kvöld segir að samningur um kaupin hafi verið undirritaður í dag. Þegar Landsbankinn lagði tilboð sitt fram í mars hafi það verið með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, sem nú sé lokið, og þá liggi fyrir lögfræðiálit frá utanaðkomandi ráðgjöfum um að þáverandi bankaráð hefði haft heimild til að ákveða að gera tilboðið. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnanna. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Bankasýsla skipti út þáverandi bankaráði sem tók ákvörðun um að leggja fram tilboð á aðalfundi Landsbankans 19. apríl. Hún vildi að nýtt bankaráð leitaði leiða til þess að losna við TM. Þórdís Kolbrún var sögð sammála því. Efalaust skulbindandi tilboð og samningur Lögfræðiálitið um heimild fyrrverandi bankaráðs til þess að leggja tilboðið fram var unnið að beiðni Jóns Þ. Sigurgeirssonar sem tók við formennsku í ráðinu á aðalfundi í síðasta mánuði. Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi hæstaréttardómarar, unnu álitið. Niðurstaða þeirra er að tilboðið sem Landsbankinn lagði fram í TM 15. mars hafi verið skuldbindandi. Þegar Kvika banki samþykkti það tveimur dögum síðar hafi komist á kaupsamningur sem skuldbindi Landsbankann „án efa“. Jafnvel þó að sýnt yrði fram á að eitthvað hefði skort á heimild bankaráðsins eða það hafi mátt vita að ákvörðunina væri andstæð vilja stærsta hluthafa bankans þá réði það ekki úrslitum um hvort að tilboðið teldist skuldbinbandi fyrir Landsbankann.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Tryggingar Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09 Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19. apríl 2024 21:09
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19. apríl 2024 18:15
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24