Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:19 Íslensku stelpurnar stilla sér upp fyrir leik dagsins. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag. Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Íslenska liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag og fór marki undir inn í hálfleikinn eftir vítaspyrnumark frá Söruh Puntigam. Eftir urmul færa náði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir loksins að jafna metin fyrir Ísland þegar hún fór einnig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Vafasamur dómur sem bjargaði íslenska liðinu, en íslensku stelpurnar höfðu þó verið mun sterkari aðilinn stóran hluta leiksins. Einkunnir Íslands Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 6 Hafði lengst af lítið að gera og í raun ekkert við hana að sakast í marki Austurríkis. Fór í rétt horn í vítinu, en spyrnan var alveg út við stöng. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 6 Íslenska vörnin var þétt í dag og átti Ingibjörg sinn þátt í því. Austurríska liðið skapaði sér lítið sem ekkert í leik dagsins. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 8 [Maður leiksins] Glódís skilar nánast alltaf sínu þegar hún skellir sér í landsliðstreyjuna og það sama var uppi á teningnum í dag. Steig upp þegar liðinu vantaði mark og þrumaði vítaspyrnunni rétta leið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 5 Skilaði litlu sóknarlega og nældi sér í gult spjald í leiknum. Hefur átt betri daga fyrir íslenska landsliðið. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður: 5 Leit ekki vel út þegar heimakonur fengu vítið og átti líklega að skora úr góðu færi. Hélt þó haus og varð betri eftir því sem á leið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður: 7 Sýndi það enn og aftur að hún kann klárlega að fara vel með boltann. Spilaði vel inni á miðsvæðinu og hefði líklega getað gengið frá þessum leik með stoðsendingu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 6 Algjör baráttuhundur sem skilar sínu. Skilar boltanum ekki jafn vel frá sér og Karólína, en vinnur mikla vinnu án bolta. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 5 Gaf vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en fiskaði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hefur átt betri daga, en vann sig ágætlega inn í leikinn í seinni hálfleik. Sandra María Jessen, vinstri kantur: 6 Kraftur í markahæsta leikmanni Bestu-deildarinnar, en hefði klárlega átt að gera betur í góðu færi í fyrri hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður: 6 Lætur alltaf hafa gríðarlega fyrir sér og varnarmenn andstæðinganna þurfa alltaf að hafa áhyggjur af gríðarlegum hraða Sveindísar. Hún ógnaði marki heimakvenna nokkrum sinnum og löng innköst hennar ollu usla, en vantaði að klára færin. Diljá Ýr Zomers, hægri kantur: 6 Fékk færi til að skora, en nýtti það ekki. Eins og svo sem svo margar aðrar í dag. Hefur verið að gera það gott undanfarið og á klárlega eftir að koma sér vel inn í þetta landslið. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir, kom inn á fyrir Söndu Maríu Jessen á 58. mínútu: 6 Kom ágætlega inn í leikinn, en skilaði litlu sóknarlega. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 85. mínútu: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti