Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 19:29 Frá Vallaskóla á Selfossi þar sem Þorgerður ætlaði að kjósa. Árborg Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni. Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Þorgerður er búsett á Selfossi og segist hafa í yfir fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Engin breyting varð á því í dag en í fyrsta skipti fékk hún ekki að kjósa. Þorgerði rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki. Starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Ekki í dag en þegar hún sýndi skilríkin voru svörin ansi hreint óvænt. „Það var búið að kjósa fyrir mig,“ segir Þorgerður Björnsdóttir. Greyin reynt hvað sem þau gátu Innt eftir því hvernig hún brást við segist Þorgerður hafa verið lasin og ekki haft orku í átök. Auk þess hafi fólkið verið miður sín. „Ég held að greyin hafi reynt að gera það sem þau gátu,“ segir Þorgerður. Það liggi í augum uppi að einhver hafi mætt á kjörstað á undan Þorgerði í dag, sýnt skilríki og hakað hafi verið í box til staðfestingar að viðkomandi hafi mætt. En líklega hafi verið farið línuvillt og merkt við boxið merkt Þorgerði. Pottur brotinn Hún vakti athygli á mistökunum í Facebook-hópi Árborgar þar sem fólk er undrandi. Skilur ekki hvernig þetta hafi gerst. Sjálf segir Þorgerður að sonur hennar og tengdadóttir hafi kosið fyrr í dag og ekki verið beðin um skilríki. Pottur sé brotinn á kjörstað. Sjálf segist hún ekki hafa verið búin að ákveða hvern hún myndi kjósa. Hún hafi í það minnsta ekki ætlað að kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Ástæðan sé sú að Katrín hafi ekki orðið við óskum Útvarps Sögu og Samstöðvarinnar um viðtöl, þar sem Katrín yrði spurð krefjandi spurninga. „Ég vona að sá sem kaus fyrir mig hafi kosið eitthvað sem ég verð sátt við.“ Ekki náðist í Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Þorgerður segist hafa haft samband við hann vegna uppákomunnar í dag og greint honum frá uppákomunni.
Forsetakosningar 2024 Árborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira