Ekkja leiðtoga ISIS leysir frá skjóðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 14:13 Eiginkona Abu Bakr al-Baghdadi, sem var svokallaður kalífi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, segist hafa fordæmt gjörðir eiginmanns síns. Getty Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar. Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum. Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Hún gengst við því að eiginmaður hennar hafi verið glæpamaður en sjálf segist hún saklaus. BBC hefur eftir þolendum Íslamska ríkisins að það sé ekki satt. Hudaifa fæddist árið 1976 og hún ólst upp í íhaldssamri írakskri fjölskyldu. Hún giftist Ibrahim Awad al-Badri árið 1999, en hann átti eftir að verða þekktur undir dulnefninu Abu Bakr al-Baghdadi þegar hann var svokallaður kalífi Íslamska ríkisins frá júnímánuði 2014 til dauðadags í október 2019. Al-Baghdadi var ekki öfgamaður fyrstu ár hjónabands þeirra að sögn Hudaifa. Hún segir hann hafa verið „trúrækinn en ekki ofstækismann, og íhaldssaman en með opin huga.“ Telur hann hafa sætt kynferðislegri misnotkun Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, var al-Baghdadi tekinn fastur af Bandaríkjamönnum. Hann var í haldi í Camp Bucca-fangelsinu í um það bil ár, en þar dvaldi hann ásamt öðrum mönnum sem áttu margir hverjir eftir að verða leiðtogar í Íslamska ríkinu og öðrum öfgahópum. Að sögn Hudaifa varð al-Baghdadi skapstór og uppstökkur eftir fangelsisvistina. Hún vill meina að vistin hafi gert hann öfgakenndari, en BBC hefur eftir öðrum að hann hafi verið viðloðinn al-Qaeda áður en Bandaríkjamenn tóku hann fastan. „Hann byrjaði að finna fyrir geðrænum vandamálum,“ segir hún um tíma hans í Camp Bucca. „Hann upplifði hluti sem þú gætir ekki ímyndað þér.“ Hudaifa telur að í fangelsinu hafi al-Baghdadi þurft að þola pyntingar af kynferðislegum toga. Hann hafi þó aldrei haldið slíku fram. Þess má geta að Bandaríkjamenn gerðust sekir um að pynta og brjóta kynferðislega á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. BBC segist hafa sent fyrirspurnir á bandarísk stjórnvöld vegna þessara ásakana Hudaifa, en miðlinum hafi ekki borist svör. Segir Hudaifa ekki alsaklausa Undir stjórn Abu Bakr al-Baghdadi framdi Íslamska ríkið þjóðarmorð á Yazidi-ættbálknum. Umm Hudaifa situr nú í fangelsi í Bagdad á meðan stjórnvöld rannsaka meinta glæpi hennar, en hún er sökuð um hlutdeild í kynlífsmansali ISIS á konum og stúlkum. Líkt og áður segir neitar hún sök. Þá segist hún hafa reynt að flýja frá yfirráðasvæði Íslamska ríkisins en verið stöðvuð. „Þeir fóru yfir strik mennskunnar,“ segir Hudaifa sem vill meina að hún skammist sín vegna ofbeldisins í garð Yazidi-ættbálksins. Þá segist hún hafa gengið á og spurt eiginmanninn, al-Baghdadi, út í dráp á saklausu fólki. Hún hafi sagt hann vera með blóð þeirra á höndum sér og bent honum á að samkvæmt Íslömskum lögum væri hægt að leita annara leiða. Hamid Yazidi ber henni ekki vel söguna, en tveimur eiginkonum og 26 börnum hans, sem og tveimur bræðrum hans og fjölskyldum þeirra var rænt af Íslamska ríkinu. Hann vill meina að Hudaifa hafi átt lykilþátt í ódæðinu. Hann og frænka hans, Soad, höfða nú einkamál gegn Hudaifa vegna þessa. „Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman,“ er haft eftir Soad sem segir Hudaifa hafa handvalið stúlkur handa hinum og þessum ISIS-liðanum.
Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira