Hagnaður Kauphallarinnar eykst verulega og greiðir 355 milljónir í arð
![Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands.](https://www.visir.is/i/B81D21CA33617C655BCF9BFBB53C34BFBFC0A3DD024A0DE086DEA92DD562F08E_713x0.jpg)
Hagnaður Kauphallar Íslands, sem er í eigu Nasdaq samstæðunnar, jókst um 65 prósent milli ára og nam 322 milljónum króna árið 2023. Stjórn félagsins leggur til að greiða 355 milljónir króna í arð eða 110 prósent af hagnaði ársins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/B8288BCB112B39854491F33B860B03952BF8B73973E48D9774DF2B80FD127A93_308x200.jpg)
Uppbygging í ólgusjó á hlutabréfamarkaði
Lengst af ársins 2023 var íslenskur hlutabréfamarkaður í ólgusjó. Þar skipti mestu máli hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og háum verðbólguvæntingum, sem var dragbítur á markaðinn. Þá bárust fréttir af stærstu skráðu félögunum sem fóru illa í fjárfesta. Áhyggjur af köldu efnahagslífi og heitum kjarasamningunum á næsta ári vofðu yfir markaðnum og alvarlegt stríðsástand í heiminum bætti ekki úr skák.
![](https://www.visir.is/i/61A1C181C8BFA0267A46F9C73E14648A90DEE2BB9FD5EDA5DF353E2F1DFA05C9_308x200.jpg)
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“
Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld.
![](https://www.visir.is/i/AF1CD7A5777E9C55F6D95722E6AFFBDB52F4C69E5248027917F06084ACF532A6_308x200.jpg)
Fyrsta skipti sem skráning á Aðallista heppnast ekki
Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.
![](https://www.visir.is/i/B73684D36A226AA8FE2B63626A9E157108E1B0EA71132EE413071906FD4B2D80_308x200.jpg)
Seðlabankinn og Kauphöllin stigu inn í viðræður Marels og JBT
Kauphöllin og Fjármálaeftirlit Seðlabankans sagði stjórnendum Marels hinn 24. nóvember að það yrði að upplýsa um hver hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um tilboð í félagið. Ekki væri nóg að greina einungis frá tilvist þess. Í kjölfarið var tilkynnt til Kauphallarinnar að John Bean Technologies (JBT) væri tilboðsgjafinn en fyrirtækin tvö áttu í óformlegum viðræðum um samruna á árunum 2017 og 2018.
![](https://www.visir.is/i/5CDAA5765314880AFDC309DBE0F682E016CC9F9EF66582E0BFC9610CAB687488_308x200.jpg)
Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum
Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára.
![](https://www.visir.is/i/7D72D37708F54656FE1DD7F696319D4662F5EA22F3151792439F953BEF108C19_308x200.jpg)
Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísitölum í krefjandi aðstæðum
Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.
![](https://www.visir.is/i/D4F87C0A0CB42FBBFB6C76E5FA5572AF3CFD40EA5E1F2365C6D83E77A5A882ED_308x200.jpg)
Stjórnvöld vilja ekki bjóða erlendum fjárfestum upp á sérstöðu Íslands
Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.
![](https://www.visir.is/i/90511A751F9326FF6EF8D443800C992CCB5AE95B25456B6B69367A6D5D734101_308x200.jpg)
Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum
Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka.