„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 20:12 Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. vísir/Hulda Margrét Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. „Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti