Sér ekki fyrir sér hvalveiðar í sumar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 06:28 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær. „Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“ Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég sé ekki fyrir mér að orðið geti af hvalveiðum í sumar, enda er tíminn á milli vertíða notaður til undirbúnings veiða næsta árs. Flest fólk skilur þetta, en ekki þessir ráðherrar Vinstri grænna,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Fréttastofa reyndi að ná í Kristján í gær en án árangurs. Í gær var tilkynnt að matvælaráðherra hefði veitt leyfi til veiða á langreyðum á þessu ári. Leyfilegt veiðimagn er 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Kristján segir að fyrir hvalveiðar þurfi að ráða vant fólk til vinnu og útvega alls kyns rekstrarvörur „Ef fyrirsjáanleikinn er ekki til staðar er þetta vonlaust.“ „Þetta leyfi er gefið út í 204 daga. Ef ráðherrann vill drepa atvinnurekstur er þetta leiðin til þess. Fyrirsjáanleikinn er enginn og að halda að það sé hægt að setja í gang svona rekstur með engum fyrirvara er með ólíkindum.“ Kristján vill meina að það hafi verið áætlun Vinstri grænna að gera hvalveiðimönnum erfitt fyrir. „Það er augljóst að þarna hefur fólk verið að leika sér, það þykist hafa legið undir einhverjum feldi og er nú allt í einu komið undan honum. Þetta er fyrirframskrifað plan hjá þessu fólki, Bjarkeyju, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur,“ segir hann. „Þær hafa allar komið að málinu síðan umsóknin var send inn. Þetta hefur verið lögleg atvinnustarfsemi allan tímann, allt frá árinu 1948.“
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira