Þjóðaróperan alls ekki „úti í kuldanum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2024 08:55 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir skipulagningu um nýja Þjóðaróperu á fullri ferð. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, segir það alrangt að Þjóðaróperan sé „úti í kuldanum“. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hún verði að veruleika og taki til starfa 1. janúar á næsta ári, 2025. Þar segir enn fremur að frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (Þjóðarópera) verði lagt að nýju fyrir haustþing. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar sagði Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, að ekki væri útlit fyrir að frumvarpið færi í gegn. Þar kemur einnig fram að fjárheimildir ráðuneytisins hafi ekki dugað til að fjármagna bæði Þjóðaróperu og hækkun fjárframlaga til listamannalauna. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að Þjóðarópera sé úti í kuldanum. Svo er alls ekki. Við höldum ótrauð áfram að berjast fyrir stofnun Þjóðaróperu og undirbúningur hennar er kominn á fulla ferð með Þjóðleikhúsinu,” segir Lilja Dögg í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag, og bætir við: „Það er útilokað að gefast upp í þessari fögru vegferð. Með þessu frumvarpi er stigið mikilvægt skref í átt að aukinni samlegð sviðslista á Íslandi á 21. öld með jafnræði Þjóðleikhúss, Þjóðaróperu og Íslenska dansflokksins, auk samstarfssamnings við Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Í tilkynningu kemur fram að starfsemi óperunnar sé að fullu fjármögnuð og stefnt að aukningu fjárheimilda til starfseminnar á tímabili nýrrar ríkisfjármálaáætlunar. Þá segir að óperan muni hefja starfsemi sína í áföngum og að ráðherra ætli að óska eftir því að henni verði tryggt aukið varanlegt fjármagn í fjármálaáætlun 2026-2030 og að það verði aukið um 600 milljónir króna í áföngum og verði samtals 800 milljónir króna árlega frá og með árinu 2028. Styrkir grundvöll íslenskrar óperulistar Í tilkynningu segir að með lagasetningu um Þjóðaróperu sé áformað að styrkja grundvöll íslenskrar óperulistar sem er ein af grunnstoðum menningar á Íslandi. „Þjóðarópera á að skapa starfsvettvang fyrir fjölda söngvara, hljóðfæraleikara, hönnuða og leikstjóra, auka fjölbreytni í menningarstarfsemi með áherslu á nýsköpun og stuðla að varðveislu og miðlun íslensks menningararfs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir öflugu fræðslustarfi, samstarfi við tónlistarfélög, leikfélög og kóra á landsbyggðinni, auk samstarfs við grasrót, en einnig skal stefnt að því að íslensk verk verði árlega á dagskrá. Lögð verður áhersla á öflugt starf og fjölbreytt verkefni, hefðbundin sem óhefðbundin, sem sýnd verða á ólíkum stöðum.“ Nánar á vef stjórnarráðsins. Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Tónlist Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. 8. maí 2024 07:48 Fagna nýju frumvarpi um Þjóðaróperu Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu. 20. febrúar 2024 08:34 „Löngu tímabært að taka þetta skref“ „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. 19. febrúar 2024 21:53 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið. 3. nóvember 2023 19:39 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þar segir enn fremur að frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (Þjóðarópera) verði lagt að nýju fyrir haustþing. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar sagði Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, að ekki væri útlit fyrir að frumvarpið færi í gegn. Þar kemur einnig fram að fjárheimildir ráðuneytisins hafi ekki dugað til að fjármagna bæði Þjóðaróperu og hækkun fjárframlaga til listamannalauna. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að Þjóðarópera sé úti í kuldanum. Svo er alls ekki. Við höldum ótrauð áfram að berjast fyrir stofnun Þjóðaróperu og undirbúningur hennar er kominn á fulla ferð með Þjóðleikhúsinu,” segir Lilja Dögg í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag, og bætir við: „Það er útilokað að gefast upp í þessari fögru vegferð. Með þessu frumvarpi er stigið mikilvægt skref í átt að aukinni samlegð sviðslista á Íslandi á 21. öld með jafnræði Þjóðleikhúss, Þjóðaróperu og Íslenska dansflokksins, auk samstarfssamnings við Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Í tilkynningu kemur fram að starfsemi óperunnar sé að fullu fjármögnuð og stefnt að aukningu fjárheimilda til starfseminnar á tímabili nýrrar ríkisfjármálaáætlunar. Þá segir að óperan muni hefja starfsemi sína í áföngum og að ráðherra ætli að óska eftir því að henni verði tryggt aukið varanlegt fjármagn í fjármálaáætlun 2026-2030 og að það verði aukið um 600 milljónir króna í áföngum og verði samtals 800 milljónir króna árlega frá og með árinu 2028. Styrkir grundvöll íslenskrar óperulistar Í tilkynningu segir að með lagasetningu um Þjóðaróperu sé áformað að styrkja grundvöll íslenskrar óperulistar sem er ein af grunnstoðum menningar á Íslandi. „Þjóðarópera á að skapa starfsvettvang fyrir fjölda söngvara, hljóðfæraleikara, hönnuða og leikstjóra, auka fjölbreytni í menningarstarfsemi með áherslu á nýsköpun og stuðla að varðveislu og miðlun íslensks menningararfs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir öflugu fræðslustarfi, samstarfi við tónlistarfélög, leikfélög og kóra á landsbyggðinni, auk samstarfs við grasrót, en einnig skal stefnt að því að íslensk verk verði árlega á dagskrá. Lögð verður áhersla á öflugt starf og fjölbreytt verkefni, hefðbundin sem óhefðbundin, sem sýnd verða á ólíkum stöðum.“ Nánar á vef stjórnarráðsins.
Íslenska óperan Menning Þjóðaróperan Tónlist Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. 8. maí 2024 07:48 Fagna nýju frumvarpi um Þjóðaróperu Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu. 20. febrúar 2024 08:34 „Löngu tímabært að taka þetta skref“ „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. 19. febrúar 2024 21:53 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið. 3. nóvember 2023 19:39 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. 8. maí 2024 07:48
Fagna nýju frumvarpi um Þjóðaróperu Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu. 20. febrúar 2024 08:34
„Löngu tímabært að taka þetta skref“ „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. 19. febrúar 2024 21:53
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44
Finnur ráðinn verkefnastjóri vegna stofnunar þjóðaróperu Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ráðið Finn Bjarnason sem verkefnisstjóra vegna stofnunar þjóðaróperu. Ráðningin er til eins árs. Tólf sóttu um starfið. 3. nóvember 2023 19:39