Bolaði þjálfaranum burt en framlengdi svo ekki samninginn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. júní 2024 19:14 Mats Hummels hafði ekki mikið álit á leikstíl Edin Terzic. Stuart Franklin/Getty Images Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð. Það kastaðist til milli Terzić og Hummels fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Hummels gagnrýndi þjálfarann fyrir lélegt leikskipulag í leikjum gegn Stuttgart og Bayer Leverkusen. „Ég var brjálaður því mér finnst Borussia Dortmund aldrei eiga að spila svona – sama gegn hvaða lið það er. Ég móðgaðist við að standa inni á vellinum með ellefu menn í teignum. Svo undirgefinn og minni máttar í leiknum.,“ sagði Hummels í samtali við Bild. Nuri Sahin tekur við liðinu, goðsögn hjá félaginu, var þar frá 2001-11 og aftur 2013-18. Ungur þjálfari aðeins 35 ára gamall. Var aðstoðarþjálfari ásamt Sven Bender við hlið Terzić frá áramótum.(Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Terzić vildi ekki ræða málið á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn á Wembley og sagðist vilja halda slíkum málum innanbúða. Dortmund tapaði leiknum 2-0 gegn Real Madrid og Hummels neitaði að framlengja samning sinn ef Terzic yrði áfram. Allt þar til í dag var talið öruggt að þjálfarinn yrði áfram og Hummels færi til Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu. Svo varð ekki, Terzić sagði af sér og ágreiningurinn við Hummels er talin ótvíræð ástæða þess. Hummels vann stríðið en ákvað svo sjálfur að fara, hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þetta er í annað sinn sem ágreiningur Hummels við þjálfara liðsins verður til þess að hann lætur af störfum. Lucian Favre var rekinn í desember 2020, einmitt eftir að Hummels gagnrýndi leikstíl liðsins í tapi gegn Stuttgart. Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
Það kastaðist til milli Terzić og Hummels fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Hummels gagnrýndi þjálfarann fyrir lélegt leikskipulag í leikjum gegn Stuttgart og Bayer Leverkusen. „Ég var brjálaður því mér finnst Borussia Dortmund aldrei eiga að spila svona – sama gegn hvaða lið það er. Ég móðgaðist við að standa inni á vellinum með ellefu menn í teignum. Svo undirgefinn og minni máttar í leiknum.,“ sagði Hummels í samtali við Bild. Nuri Sahin tekur við liðinu, goðsögn hjá félaginu, var þar frá 2001-11 og aftur 2013-18. Ungur þjálfari aðeins 35 ára gamall. Var aðstoðarþjálfari ásamt Sven Bender við hlið Terzić frá áramótum.(Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Terzić vildi ekki ræða málið á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn á Wembley og sagðist vilja halda slíkum málum innanbúða. Dortmund tapaði leiknum 2-0 gegn Real Madrid og Hummels neitaði að framlengja samning sinn ef Terzic yrði áfram. Allt þar til í dag var talið öruggt að þjálfarinn yrði áfram og Hummels færi til Bandaríkjanna eða Sádi-Arabíu. Svo varð ekki, Terzić sagði af sér og ágreiningurinn við Hummels er talin ótvíræð ástæða þess. Hummels vann stríðið en ákvað svo sjálfur að fara, hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Þetta er í annað sinn sem ágreiningur Hummels við þjálfara liðsins verður til þess að hann lætur af störfum. Lucian Favre var rekinn í desember 2020, einmitt eftir að Hummels gagnrýndi leikstíl liðsins í tapi gegn Stuttgart.
Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira