Búðareigendur aðstoðuðu slökkviliðsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 11:50 Nokkið mikið vatn er á gólfum í Kringlunni. Vísir/Viktor Slökkvistarfi við Kringluna lauk í nótt eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkviliðsstjóri segir slökkvistarf hafa gengið vonum framar en tryggingarfélögin eru nú með vettvanginn. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23