Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku í vikunni Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2024 13:27 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.
Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum