Mbappé með ákall til kjósenda í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 14:31 Kylian Mbappé hefur áhyggjur af stöðunni í frönskum stjórnmálum. AP/Hassan Amma Kylian Mbappé var pólitískur á blaðamannafundi franska landsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira