Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 21:01 Scooter Braun. getty Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Braun tilkynnir þessa ákvörðun sína í langri færslu á Instagram. Þar segist hann ætla að einbeita sér að öðrum hlutum, svo sem föðurhlutverkinu og fyrirtækinu HYBE America, þar sem hann gegnir stjórnunarstöðu. Á instagram hefur hann einnig birt myndir frá ferlinum. View this post on Instagram A post shared by Scott “Scooter” Braun (@scooterbraun) Leiðir skildu milli Braun og vinsælla tónlistarmanna á síðasta ári, þar á meðal Justin Bieber og Ariönu Grande. Ferill Braun fór á flug eftir að hann tók eftir Bieber að syngja á YouTube. Honum tókst að hafa uppi á móður Bieber og bauð honum plötusamning hjá útgáfu sem Braun hafði stofnað ásamt poppstjörnunni Usher. Braun kveðst hafa tekið ákvörðun um að hætta eftir að „einn minn stærsti umbjóðandi og vinur sagði mér að hann ætlaði að breiða úr vængjum og leita annað“. Hann greinir ekki frá því hver sá umbjóðandi sé. „Eftir því sem börn mín uxu úr grasi, og ég varð fyrir áföllum persónulega, komst ég að þeirri niðurstöðu að börnin mín þrjú séu súperstjörnur sem ég má ekki við að missa,“ skrifar Braun á Instagram. „Þær fórnir sem ég var áður tilbúinn að gera get ég ekki lengur réttlætt,“ bætir hann við. Braun komst einnig í fréttir þegar hann átti í deilum við Taylor Swift fyrir fimm árum. Braun festi kaup á útgáfufyrirtæki Swift og eignaðist þar með rétt á því að nýta tónlist Swift í auglýsingum og bíómyndum, sem Swift kom ítrekað í veg fyrir. Hún hóf svo að taka upp plötur sínar að nýju, til þess að gerast aðalrétthafi á ný og rýra virði gömlu platnanna.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira