Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 22:00 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Diego HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira