Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:23 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira