Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 07:30 Lionel Messi sprautar á sig vatni í leiknum í nótt. Hann var allt í öllu í sóknarleik argentínska landsliðsins. Getty/Hector Vivas Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey. Copa América Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey.
Copa América Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira