Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:46 Samkvæmt ákæru mun aksturinn hafa hafist í Lágmúla í Reykjavík og endað við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Leiðin hefur verið einhvernveginn eins og sjá má á kortinu. Vísir/Já.is Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira