Tap hjá Heimi Hallgríms en fyrirliði Mexíkó fór grátandi af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Heimir Hallgrímsson var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni en mark var dæmt af jamaíska liðinu í leiknum. Getty/Omar Vega Mexíkó vann 1-0 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka í nótt í fyrsta leik í liðanna í Suðurameríkukeppninni, Copa América. Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024 Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira