Litróf mannkyns og tækifærin til að víkka sjóndeildarhringinn Matthildur Björnsdóttir skrifar 24. júní 2024 17:01 Sem unglingur las ég bækur um Amerísku Indíánana af því að af einhverjum ástæðum þurfti ég að læra um þau sem höfðu verið á jörðinni, en ekki samþykkt vegna húðlitar. Það voru engar bækur til um Áströlsku frumbyggjana, svo að ég gæti séð þá. Svo liðu árin og óhefðbundið lífsferli rúllaði áfram þangað til að örlögin höfðu sett upp dæmi sem myndi senda mig til Ástralíu. Það er ólýsanlega sorglegt að verða að segja að ég lærði eftir að koma hingað að þeir Bretar sem námu land hér fyrir rúmum tvö hundruð árum sáu frumbyggja sem réttdræpa. Eins og þeir væru dýr eða óæðri verur, þeir drápu marga þeirra. Sagan segir svo líka að þeir drápu flesta þeirra í Tasmaníu. Maðurinn minn sem er mikill mann-kyns-sögumaður, sagði að það höfðu verið fasistar sem ákváðu að setja þær mannverur niður sem lægri mannverur bara af því að húðliturinn var ekki hvítur. Svo voru þeir seinna notaðir sem þrælar. Ég heyrði seinna að frumbyggjar höfðu sínar eigin siðferðis-reglur, eins og til dæmis um hver mátti fara í samband með hverjum í öðrum hópum frumbyggja. Það átti að vera til að fyrirbyggja úrkynjun. Auðvitað voru ótal aðrar reglur sem þau höfðu um líf sitt og umhverfi. Ein er til dæmis að þau nota eða notuðu „Boogey“ veru að börnum á sama hátt og Grýla var notuð á Íslandi. Hlutverk kynjanna var greinilega hliðstætt alla vega sumu af því sama sem var sett upp varðandi þau sem höfðu hvítan samþykktan húðlit. En Bretarnir ákváðu snemma að taka börn af frumbyggja konu og afhenda hvítskinnuðum pörum. Ákvörðun sem var auðvitað hugmynd byggð á algerri fávisku, vanþekkingu og fordómum með meiru. Þoldu ekki það sem var „Öðru-vísi“ sem er enn að gerast í mannverum víða um heim Við að læra æ meira af atriðum óréttlætis gagnvart þeim sem landnemarnir frá Bretlandi ákváðu að sjá með augum fasista. Eins og til dæmis að lögin eru ekki enn nógu vinveitt því að sinna og koma upp um dráp á frumbyggjakonum, eins og væri ef konan væri með hvíta húð. Því miður eru hlutskipti þeirra óréttlát í ótal atriðum enn þann dag í dag. Grein í nýjasta eintaki“ Women´s Weekly“ hér, er um þau mál sem eru hrein og bein mikil skömm. Það að þroskinn í mannkyni hafi ekki orðið sá að sjá allar mannverur jarðar á sama grundvelli. Fordómar án hugsunar um að þeir sem fæðast með dökka húð séu lægri mannverur lúra enn í of mörgum hugum þeirra hvítskinnuðu. Frumbyggjar af karlkyni sem fóru í herinn þegar stríðin byrjuðu í Evrópu og víðar sem þeir buðu sig fram til, í þeim tilgangi að standa með Bresku hluta þjóðarinnar, fengu ekki einu sinni sömu laun né viðurkenningu og hinir. Frumbyggja konur eru drepnar í miklum mæli sem nær ekki einu sinni að koma í fréttum útvarps eða sjónvarpsstöðva. Alkóhólismi hefur auðvitað orðið í stórum hópi vegna svo margs um að vera séð sem lægra stigs mannverur og viðhorf karla þar oft með þeim hætti að þeir sjá það sem rétt sinn að lemja og drepa. Það viðhorf að karlkyn ætti að vera séð sem æðra hefur verið stórlega skaðlegt viðhorf á jörðu. Húsnæðisvandræði eru mikil. Til að byggja dýpri skilning á heilavírun og hugsanaferli þessa hóps, þyrfti að senda ótal fræðinga í þorpin sem þau búa í. Og ráðstafa því þannig að þeir myndu vera nógu lengi á meðal þeirra til að læra að skilja hugsun sem kemur frá margra alda heilavírun síðan fyrir daga steinsteypuvæðingar tækni og alls annars sem hinn vestræni heimur nýtur. Jafnvel þau sem námu land á Íslandi öldum eftir að frumbyggjar voru að lifa lífi sínu hér, voru fljót að koma sér upp torfhýsum í kuldanum. En frumbyggjar Ástralíu höfðu meira af hita að glíma við, og auðvitað líf með allskonar dýrum sem eru mis vinveitt mannkyni. Snákar sem bíta og skordýr sem smjatta og særa. Krókódílar eru ábyggilega þau hættulegustu sem eru hér á landi, ef þeir eru í nálægð við staðina þar sem frumbyggjar myndu lifa undir berum himni án veggja, eins og þeir hafa gert um aldir. Nú eru þó einhver hús á þessum svæðum, en alls ekki nóg. Svo að stundum neyðast ansi margir til að lifa á svipaðan hátt og var algengt í torfbæjum fyrri tíma. Of mörg á fáum fermetrum. Svo eru auðvitað snákar og allskonar skordýr og fljúgandi smádýr sem gerðu þeim lífið erfitt. Svo voru risaeðlur sem voru mun stærri en þær sem eru á landinu núna, sem myndu hafa ögrað þeim. Allt atriði sem víra heilabúið á hátt sem við getum ekki náð að skilja í botn. Við mannverur vírumst öll frá kringumstæðum okkar. Við að sjá málverk frumbyggja er á hreinu hvernig heilavírun þeirra er allt önnur en i listaverkum hins vestræna heims. Það sést á þessum stórkostlegu málverkum sem æ fleiri þeirra eru að tjá sig í gegn um. Þau fljúga út í sölu til einstaklinga víða í heiminum og líka safna sem kaupa þau. Þau listaverk sýna allt annan myndveruleika en þann sem ég, sem þó ólst upp við að hafa séð margskonar frábæra list á veggjum hafði séð. Mikilvægi þess að meðtaka andstæð lífsskilyrði og hvað þau skapa Það að verða að lifa undir berum himni allt árið um kring. Og í mesta lagi að geta skapað skjól með efni frá trjám og jörðu. Er veruleiki sem vírar heilabú mannvera fyrir tilveru sína á allt annan hátt, en er með þau okkar sem fæddust til að hafa steinsteypt hús, klósett og eldhús og önnur þægindi til afnota. Þegar svo ótal kynslóðir fæddust til að lifa undir berum himni Ástralíu þá eins og heilabús fræði myndu skilja er allt stillt inn á slíka tilveru. Vírun sem vegna afls hugans tæki sinn tíma að ná að endurvírast í heilabúi sem hugsanlega léti ekki eins vel að stjórn þegar reynt væri að víra hann fyrir nýja tíma. Það er auðvitað slatti af einstaklingum sem eru frumbyggjar eða hálf það og hálf af hvítum stofni frá frekju yfirvalda, og þegar þau eru börn para af báðum hópum sem hafa náð að hasla sér völl víða í samfélaginu, og í sjónvarpi. Sem betur fer sjá sem betur fer æ fleiri einstaklingar með sína allskonar lituðu húð sig spegluð sem meðlimi samfélagsins, og er auðvitað mjög mikilvægt. Hún Kathy Freeman sem er ein af þeim. Var sprett hlaupari sem hafði unnið nokkur hlaup á Olýmpíuleikjum. Hún var valin til að tendra Ólympíu eldinn í opnunar athöfninni hér árið 2000. Það var og er ógleymanleg stund fyrir frumbyggjana og fyrir þjóðina. Sú staðreynd að hún valdi að hafa báða fánana með sér þann Ástralska og frumbyggjafánann sá ég sem meiriháttar sanna og rétta staðfestingu á öllu um þau. Þó að einhverjir íhaldssamir einstaklingar hafi ekki séð það þannig. Ég hafði alltaf elskað að horfa á opnunar athafnir Ólýmpíu leikja í heiminum. En þeir hér í Ástralíu voru þeir allra bestu á hæsta skala dýptar í innihaldi og speglun á margra alda lífi frumbyggja hér sem snerti mig mjög djúpt á hátt sem ekkert annað hefur. Allir hér sem ég hef nefnt það við eru sammála. Engin opnunar eða loka athöfn Ólýmpíu leika í heiminum síðan hefur náð að virka þannig í mér. Heimurinn fer vonandi að skilja langtíma tilfinningalega tjónið sem fordómar skilja eftir í mannverum Á hinn veginn er það magn slæmrar tilfinningalegrar reynslu eins og Thomas Hubl og fleiri hafa skrifað um, og vita að gerist sem frumbyggjar hafa tórt við síðan hið Breska landnám varð. Að ákveða að sjá þau ekki sem mannverur sem ættu rétt á sömu atriðum og þau sem fluttu inn og að mál þeirra væru skoðuð og þeim mætt um þær þarfir sem væru til staðar. Bækur Gabor´s Maté sýna að í raun er það að verða að deyfa heilabúið eins og er auðvitað gerast með stóran hluta mannkyns og orðið stórt vandamál hjá þeim sem er auðvitað mest vegna þess að einstaklingarnir hafa ekki fengið þá tilfinningalegu næringu og stuðning sem þau þurftu til að upplifa sig eiga tilverurétt. Strimlar Aþenu um þau vandamál á Íslandi á Vísi 21 Júni segir þá sögu líka. Það hafa sem betur fer orðið smá skref í rétta átt, en þau eru í raun bara ungbarna-fóta skref. Það að frumbyggjar væru beðnir fyrirgefningar fyrir að börn þeirra voru tekin og færð til hvítra var viðurkenning yfirvalda á grimmd sem lét tár þjóðarinnar renna niður frá tilfinningum í forsætisráðherranum sem steig upp til þess. Svo mikið betur má ef duga skal, og verður auðvitað að gera áður en að mannúðar jafnrétti verði að lifðum veruleika allra. Við að heyra allar þessar fréttir um dráp karla á konum meðal frumbyggja og morð sem hafa ekki skapað fréttir af því að þær voru frumbyggjar. Það meðal frumbyggja er ábyggilega að ýmsu leyti hliðstætt við önnur morð á konum og sýnt að samböndin hófust oft á algerum frumhvötum: Kynferðislegs aðdráttar afls, ótta við að vera ein eða einn. Einföld trú á sýn á útlit sem nóg, og atriði í veruleika heimi þeirra sem við þekkjum ekki allt um. Svo er það atriði sem hefur ekki verið skilningur á merkilegu atriði sem ég lærði eftir áratugi og er að milljónir einstaklinga hafa komið saman á samskonar orku og ástandi sem var í gangi hjá foreldrum þeirra við getnað, hvort sem það var ljúft eða dæmt til að vera vanvirkt. Síðast í greininni um ástand með frumbyggja og frumbyggja konur kemur fram að það á að vinna meira og betur í þeim málum af því að stjórnmálaliðið hefur séð að þess þarf sem verður þó langt ferli svo flókinna málefna. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Ástralía Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem unglingur las ég bækur um Amerísku Indíánana af því að af einhverjum ástæðum þurfti ég að læra um þau sem höfðu verið á jörðinni, en ekki samþykkt vegna húðlitar. Það voru engar bækur til um Áströlsku frumbyggjana, svo að ég gæti séð þá. Svo liðu árin og óhefðbundið lífsferli rúllaði áfram þangað til að örlögin höfðu sett upp dæmi sem myndi senda mig til Ástralíu. Það er ólýsanlega sorglegt að verða að segja að ég lærði eftir að koma hingað að þeir Bretar sem námu land hér fyrir rúmum tvö hundruð árum sáu frumbyggja sem réttdræpa. Eins og þeir væru dýr eða óæðri verur, þeir drápu marga þeirra. Sagan segir svo líka að þeir drápu flesta þeirra í Tasmaníu. Maðurinn minn sem er mikill mann-kyns-sögumaður, sagði að það höfðu verið fasistar sem ákváðu að setja þær mannverur niður sem lægri mannverur bara af því að húðliturinn var ekki hvítur. Svo voru þeir seinna notaðir sem þrælar. Ég heyrði seinna að frumbyggjar höfðu sínar eigin siðferðis-reglur, eins og til dæmis um hver mátti fara í samband með hverjum í öðrum hópum frumbyggja. Það átti að vera til að fyrirbyggja úrkynjun. Auðvitað voru ótal aðrar reglur sem þau höfðu um líf sitt og umhverfi. Ein er til dæmis að þau nota eða notuðu „Boogey“ veru að börnum á sama hátt og Grýla var notuð á Íslandi. Hlutverk kynjanna var greinilega hliðstætt alla vega sumu af því sama sem var sett upp varðandi þau sem höfðu hvítan samþykktan húðlit. En Bretarnir ákváðu snemma að taka börn af frumbyggja konu og afhenda hvítskinnuðum pörum. Ákvörðun sem var auðvitað hugmynd byggð á algerri fávisku, vanþekkingu og fordómum með meiru. Þoldu ekki það sem var „Öðru-vísi“ sem er enn að gerast í mannverum víða um heim Við að læra æ meira af atriðum óréttlætis gagnvart þeim sem landnemarnir frá Bretlandi ákváðu að sjá með augum fasista. Eins og til dæmis að lögin eru ekki enn nógu vinveitt því að sinna og koma upp um dráp á frumbyggjakonum, eins og væri ef konan væri með hvíta húð. Því miður eru hlutskipti þeirra óréttlát í ótal atriðum enn þann dag í dag. Grein í nýjasta eintaki“ Women´s Weekly“ hér, er um þau mál sem eru hrein og bein mikil skömm. Það að þroskinn í mannkyni hafi ekki orðið sá að sjá allar mannverur jarðar á sama grundvelli. Fordómar án hugsunar um að þeir sem fæðast með dökka húð séu lægri mannverur lúra enn í of mörgum hugum þeirra hvítskinnuðu. Frumbyggjar af karlkyni sem fóru í herinn þegar stríðin byrjuðu í Evrópu og víðar sem þeir buðu sig fram til, í þeim tilgangi að standa með Bresku hluta þjóðarinnar, fengu ekki einu sinni sömu laun né viðurkenningu og hinir. Frumbyggja konur eru drepnar í miklum mæli sem nær ekki einu sinni að koma í fréttum útvarps eða sjónvarpsstöðva. Alkóhólismi hefur auðvitað orðið í stórum hópi vegna svo margs um að vera séð sem lægra stigs mannverur og viðhorf karla þar oft með þeim hætti að þeir sjá það sem rétt sinn að lemja og drepa. Það viðhorf að karlkyn ætti að vera séð sem æðra hefur verið stórlega skaðlegt viðhorf á jörðu. Húsnæðisvandræði eru mikil. Til að byggja dýpri skilning á heilavírun og hugsanaferli þessa hóps, þyrfti að senda ótal fræðinga í þorpin sem þau búa í. Og ráðstafa því þannig að þeir myndu vera nógu lengi á meðal þeirra til að læra að skilja hugsun sem kemur frá margra alda heilavírun síðan fyrir daga steinsteypuvæðingar tækni og alls annars sem hinn vestræni heimur nýtur. Jafnvel þau sem námu land á Íslandi öldum eftir að frumbyggjar voru að lifa lífi sínu hér, voru fljót að koma sér upp torfhýsum í kuldanum. En frumbyggjar Ástralíu höfðu meira af hita að glíma við, og auðvitað líf með allskonar dýrum sem eru mis vinveitt mannkyni. Snákar sem bíta og skordýr sem smjatta og særa. Krókódílar eru ábyggilega þau hættulegustu sem eru hér á landi, ef þeir eru í nálægð við staðina þar sem frumbyggjar myndu lifa undir berum himni án veggja, eins og þeir hafa gert um aldir. Nú eru þó einhver hús á þessum svæðum, en alls ekki nóg. Svo að stundum neyðast ansi margir til að lifa á svipaðan hátt og var algengt í torfbæjum fyrri tíma. Of mörg á fáum fermetrum. Svo eru auðvitað snákar og allskonar skordýr og fljúgandi smádýr sem gerðu þeim lífið erfitt. Svo voru risaeðlur sem voru mun stærri en þær sem eru á landinu núna, sem myndu hafa ögrað þeim. Allt atriði sem víra heilabúið á hátt sem við getum ekki náð að skilja í botn. Við mannverur vírumst öll frá kringumstæðum okkar. Við að sjá málverk frumbyggja er á hreinu hvernig heilavírun þeirra er allt önnur en i listaverkum hins vestræna heims. Það sést á þessum stórkostlegu málverkum sem æ fleiri þeirra eru að tjá sig í gegn um. Þau fljúga út í sölu til einstaklinga víða í heiminum og líka safna sem kaupa þau. Þau listaverk sýna allt annan myndveruleika en þann sem ég, sem þó ólst upp við að hafa séð margskonar frábæra list á veggjum hafði séð. Mikilvægi þess að meðtaka andstæð lífsskilyrði og hvað þau skapa Það að verða að lifa undir berum himni allt árið um kring. Og í mesta lagi að geta skapað skjól með efni frá trjám og jörðu. Er veruleiki sem vírar heilabú mannvera fyrir tilveru sína á allt annan hátt, en er með þau okkar sem fæddust til að hafa steinsteypt hús, klósett og eldhús og önnur þægindi til afnota. Þegar svo ótal kynslóðir fæddust til að lifa undir berum himni Ástralíu þá eins og heilabús fræði myndu skilja er allt stillt inn á slíka tilveru. Vírun sem vegna afls hugans tæki sinn tíma að ná að endurvírast í heilabúi sem hugsanlega léti ekki eins vel að stjórn þegar reynt væri að víra hann fyrir nýja tíma. Það er auðvitað slatti af einstaklingum sem eru frumbyggjar eða hálf það og hálf af hvítum stofni frá frekju yfirvalda, og þegar þau eru börn para af báðum hópum sem hafa náð að hasla sér völl víða í samfélaginu, og í sjónvarpi. Sem betur fer sjá sem betur fer æ fleiri einstaklingar með sína allskonar lituðu húð sig spegluð sem meðlimi samfélagsins, og er auðvitað mjög mikilvægt. Hún Kathy Freeman sem er ein af þeim. Var sprett hlaupari sem hafði unnið nokkur hlaup á Olýmpíuleikjum. Hún var valin til að tendra Ólympíu eldinn í opnunar athöfninni hér árið 2000. Það var og er ógleymanleg stund fyrir frumbyggjana og fyrir þjóðina. Sú staðreynd að hún valdi að hafa báða fánana með sér þann Ástralska og frumbyggjafánann sá ég sem meiriháttar sanna og rétta staðfestingu á öllu um þau. Þó að einhverjir íhaldssamir einstaklingar hafi ekki séð það þannig. Ég hafði alltaf elskað að horfa á opnunar athafnir Ólýmpíu leikja í heiminum. En þeir hér í Ástralíu voru þeir allra bestu á hæsta skala dýptar í innihaldi og speglun á margra alda lífi frumbyggja hér sem snerti mig mjög djúpt á hátt sem ekkert annað hefur. Allir hér sem ég hef nefnt það við eru sammála. Engin opnunar eða loka athöfn Ólýmpíu leika í heiminum síðan hefur náð að virka þannig í mér. Heimurinn fer vonandi að skilja langtíma tilfinningalega tjónið sem fordómar skilja eftir í mannverum Á hinn veginn er það magn slæmrar tilfinningalegrar reynslu eins og Thomas Hubl og fleiri hafa skrifað um, og vita að gerist sem frumbyggjar hafa tórt við síðan hið Breska landnám varð. Að ákveða að sjá þau ekki sem mannverur sem ættu rétt á sömu atriðum og þau sem fluttu inn og að mál þeirra væru skoðuð og þeim mætt um þær þarfir sem væru til staðar. Bækur Gabor´s Maté sýna að í raun er það að verða að deyfa heilabúið eins og er auðvitað gerast með stóran hluta mannkyns og orðið stórt vandamál hjá þeim sem er auðvitað mest vegna þess að einstaklingarnir hafa ekki fengið þá tilfinningalegu næringu og stuðning sem þau þurftu til að upplifa sig eiga tilverurétt. Strimlar Aþenu um þau vandamál á Íslandi á Vísi 21 Júni segir þá sögu líka. Það hafa sem betur fer orðið smá skref í rétta átt, en þau eru í raun bara ungbarna-fóta skref. Það að frumbyggjar væru beðnir fyrirgefningar fyrir að börn þeirra voru tekin og færð til hvítra var viðurkenning yfirvalda á grimmd sem lét tár þjóðarinnar renna niður frá tilfinningum í forsætisráðherranum sem steig upp til þess. Svo mikið betur má ef duga skal, og verður auðvitað að gera áður en að mannúðar jafnrétti verði að lifðum veruleika allra. Við að heyra allar þessar fréttir um dráp karla á konum meðal frumbyggja og morð sem hafa ekki skapað fréttir af því að þær voru frumbyggjar. Það meðal frumbyggja er ábyggilega að ýmsu leyti hliðstætt við önnur morð á konum og sýnt að samböndin hófust oft á algerum frumhvötum: Kynferðislegs aðdráttar afls, ótta við að vera ein eða einn. Einföld trú á sýn á útlit sem nóg, og atriði í veruleika heimi þeirra sem við þekkjum ekki allt um. Svo er það atriði sem hefur ekki verið skilningur á merkilegu atriði sem ég lærði eftir áratugi og er að milljónir einstaklinga hafa komið saman á samskonar orku og ástandi sem var í gangi hjá foreldrum þeirra við getnað, hvort sem það var ljúft eða dæmt til að vera vanvirkt. Síðast í greininni um ástand með frumbyggja og frumbyggja konur kemur fram að það á að vinna meira og betur í þeim málum af því að stjórnmálaliðið hefur séð að þess þarf sem verður þó langt ferli svo flókinna málefna. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun