„Skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2024 09:30 Andri er framkvæmdastjóri ÍSÍ. vísir/einar Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi. Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir ÍSÍ Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira
Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir
ÍSÍ Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira