Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:22 Kjartan Páll segir engin fiskifræðileg rök liggja á bak við kvótasetningu grásleppunnar. Kvótasetningin séu hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum. Vísir/Vilhelm Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53