Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:50 Linda Ben segir fátt jafnast á við góðan mat undir berum himni á ferðalagi um landið. Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir. Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Linda segir fátt jafnast á við matarboð á tjaldsvæði undir berum himni í góðum félagsskap. „Sumarleg matarboð eru klárlega í útilegu fyrir mér. Við ferðumst alltaf svo mikið innanlands á sumrin og elskum að elta sólina með hjólhýsið í afturdragi og koma okkur fyrir með góðum vinum á tjaldsvæðum landsins,“ segir Linda. Að sögn Lindu er mikilvægt að hafa matseldina frekar einfalda þegar kemur að ferðalögum. „Ég elska að grilla lambalærisneiðar í marineringunni og bera fram með grilluðu rósakáli, steiktum hvítlaukssveppum og fylltum kartöflum. Sumarleg grillveisla sem er algjört lostæti.“ View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Grillaðar lambalærisneiðar með fylltum bökuðum kartöflum, grilluðu rósakáli og hvítlaukssveppum. Takið lambalærissneiðarnar út úr kæli og leyfið að ná stofuhita. Byrjið á því að útbúa kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum hér fyrir neðan. Gerið svo rósakálið og sveppina. Grillið svo lambalærisneiðarnar á meðal háum hita þar til þær eru grillaðar í gegn. Bakaðar kartöflur „Ef þú hefur ekki ennþá prófað að fylla bökunarkartöflur þá verður þú að fara demba þér í það, því það er svo svakalega gott!“ Hráefni: Þrjár stórar bökunarkartöflur Sex sneiðar beikon 50 g smjör 100 g cheddar ostur Einn graslaukur (má sleppa) Aðferð: Setjið kartöflurnar í álpappír, bakið þær eða grillið þar til þær eru mjúkar í gegn í eina klukkustund í 200°C heitum ofni eða um eina og hálfa klukkustund á grilli. Steikið eða grillið beikonið þar til það er tilbúið og skerið í bita. Skerið ofan í kartöflurnar og smá hýði af annarri hliðinni og notið skeið til að taka innan úr kartöflunni sem þið setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið, það þarf ennþá að halda lögun þó búið sé að skafa innan úr kartöflunni. Setjið beikonbitana (skiljið nokkra bita eftir til að skreyta með), smjörið og cheddar ostinn ofan í skálina með kartöflunum og hrærið saman. Setjið blönduna aftur ofan í kartöfluhýðið og skreytið með nokkrum beikonbitum og meiri cheddarosti. Bakið aftur í ofni í fimmtán mínútur eða grillið á bakka þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með graslauk. Grillað rósakál 200 g rósakál U.þ.b. 30 g smjör Smá salt Aðferð: Skerið rósakálið í helminga, setjið smjör á pönnu sem má fara á grill (ef þú vilt grilla) annars bara venjulega pönnu. Steikið rósakálið við vægan hita þar til það er mjúkt í gegn, saltið eftir smekk. Steiktir hvítlausksveppir 250 g sveppir Tveir hvítlauksgeirar 30 g smjör Aðferð: Skerið sveppina í grófar sneiðar og steikið á vægum hita á pönnu þar til þeir eru nánast að verða mjúkir í gegn. Rífið þá hvítlauksgeirana út á pönnuna og steikið létt með þar til sveppirnir eru tilbúnir.
Uppskriftir Grillréttir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira