Segir íslenskuna dauðadæmda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 10:44 Kristján Hreinsson gerði íslenska tungu og kynjamálið svokallaða að umfangsefni í Bítinu í morgun. Aðsend Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann. Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann.
Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira