Færeysku og grænlensku bætt við Google Translate Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 14:09 Stefnt er á að bjóða upp á sjálfvirkar þýðingar á og af þúsund mest töluðu málum heims. Getty/Jakub Porzycki Bráðum verður hægt að nota þýðingarvél Google til að þýða á og úr málum nágrannaþjóða okkar. Færeysku og grænlensku verður bætt við þýðingarvélina á næstunni ásamt 108 öðrum málum um allan heim, allt frá fámennum málsvæðum eins og Færeyjum og til fjölmennari mála eins og kantónsku. Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi. Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Uppfærslan er sú stærsta í sögu þessarar mest notuðu þýðingarvélar heims en íslensku var bætt við vélina árið 2009. Henni hefur þó farið mikið fram frá því herrans ári eins og sjá má á frétt Vísis um uppfærsluna. „Internet risastór Google tilkynnt mánudagur það var að bæta við níu fleiri tungumálum til Google Translate, sjálfvirk þýðing program," var það sem þýðingarvélin spýtti út þegar hún var beðin um að þýða fyrstu setningu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku en í dag yrði textinn talsvert skiljanlegri. Þessi stærsta uppfærsla í sögu þýðingarvélar Google var möguleg þökk sé gervigreindar. PaLM 2-mállíkanið gerði Google þetta kleift. Uppfærslan kemur einnig líka til með að styðja við mál í útrýmingarhættu sem annars er takmarkað aðgengi að upplýsingum um. Meðal mála sem bætt verður við þýðingarvélina eru manska, keltneskt mál sem var vakið upp frá dauðu á þessari öld og er nú töluð af nokkrum þúsundum manna á eyjunni Mön í Írlandshafi. Í fréttatilkynningu frá Google kemur fram að við gerð uppfærslunnar hafi verið lögð áhersla á að nota gögn frá algengustu mállýskum hvers máls fyrir sig til að hámarka notagildi.
Google Gervigreind Grænland Færeyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira