Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 20:30 Flokkur Le Pen hefur aldrei verið sterkari. getty Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira