Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:01 Marc er að flytja til Englands á meðan Mary er að flytja frá Englandi. Vísir/Getty Images Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024 Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira