Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 10:50 Forsvarsmenn Hagkaups stefna nú að því að hefja áfengissölu í ágúst. Vísir/Vilhelm Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. Í maí var greint frá því að Hagkaup hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði, og myndi hefja þá vegferð sína í júní. Fréttamaður sló því á þráðinn til framkvæmdastjóra Hagkaups, sem segir að áfengissalan muni nú hefjast í ágúst. „Þetta var örlítið meiri pappírsvinna en ég átti von á. Við erum að leggja lokahönd á kennitölur, pappíra og leyfismál,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni „Verslunin er að verða tilbúin rafrænt. Nú erum við að missa tæknifólkið sem þarf að vera á vaktinni í sumarfrí, þannig við frestum opnuninni inn í ágústmánuð. Eins og oft er, þegar síðustu þrjú prósentin eru eftir, þá reynast þau aðeins stærri en allt á undan,“ segir Sigurður. Ráðherrar ósammála um málið Sigurður segir viðtökur við áformum Hagkaups um að hefja áfengissölu hafa verið „hressilegar.“ „Og miklar umræður frá ýmsum aðilum á alla kanta.“ Forsvarsmenn félagsins telji þó enn að um löglega starfsemi sé að ræða, en áhöld hafa verið uppi um hvort netsala áfengis sé lögleg. Meðal annars innan ríkisstjórnar Íslands. Sigurður segist ekki sjá hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Muni stýra aðgengi vel Sigurður segir þá að aðgengi að áfengi verði betur stýrt hjá Hagkaup en víða annars staðar. „Ég held að við séum að sinna þessum málaflokki með skýrari reglum en margir aðrir. Bæði með því að hafa áfengið ekki sýnilegt og að vera með tvöfölda auðkenningu,“ segir Sigurður, en til þess að panta áfengi hjá Hagkaup mun fólk þurfa að notast við rafræn skilríki. Hagkaup sé þannig að ganga lengra en margir aðrir aðilar á áfengismarkaði, í því að koma í veg fyrir að einstaklingar undir lögaldri geti keypt sér áfengi. „Svo hlökkum við bara til ágústmánaðar,“ segir Sigurður að lokum. Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. 25. maí 2024 19:36 Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Í maí var greint frá því að Hagkaup hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði, og myndi hefja þá vegferð sína í júní. Fréttamaður sló því á þráðinn til framkvæmdastjóra Hagkaups, sem segir að áfengissalan muni nú hefjast í ágúst. „Þetta var örlítið meiri pappírsvinna en ég átti von á. Við erum að leggja lokahönd á kennitölur, pappíra og leyfismál,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni „Verslunin er að verða tilbúin rafrænt. Nú erum við að missa tæknifólkið sem þarf að vera á vaktinni í sumarfrí, þannig við frestum opnuninni inn í ágústmánuð. Eins og oft er, þegar síðustu þrjú prósentin eru eftir, þá reynast þau aðeins stærri en allt á undan,“ segir Sigurður. Ráðherrar ósammála um málið Sigurður segir viðtökur við áformum Hagkaups um að hefja áfengissölu hafa verið „hressilegar.“ „Og miklar umræður frá ýmsum aðilum á alla kanta.“ Forsvarsmenn félagsins telji þó enn að um löglega starfsemi sé að ræða, en áhöld hafa verið uppi um hvort netsala áfengis sé lögleg. Meðal annars innan ríkisstjórnar Íslands. Sigurður segist ekki sjá hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Muni stýra aðgengi vel Sigurður segir þá að aðgengi að áfengi verði betur stýrt hjá Hagkaup en víða annars staðar. „Ég held að við séum að sinna þessum málaflokki með skýrari reglum en margir aðrir. Bæði með því að hafa áfengið ekki sýnilegt og að vera með tvöfölda auðkenningu,“ segir Sigurður, en til þess að panta áfengi hjá Hagkaup mun fólk þurfa að notast við rafræn skilríki. Hagkaup sé þannig að ganga lengra en margir aðrir aðilar á áfengismarkaði, í því að koma í veg fyrir að einstaklingar undir lögaldri geti keypt sér áfengi. „Svo hlökkum við bara til ágústmánaðar,“ segir Sigurður að lokum.
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. 25. maí 2024 19:36 Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31 Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01
Muni gera meiri kröfur til áfengiskaupenda en flestir aðrir Framkvæmdastjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. 25. maí 2024 19:36
Segir fyrirhugaða áfengissölu Hagkaups lögbrot og jarðskjálftahrina í Hengli Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. maí 2024 11:31
Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. 24. maí 2024 20:30