Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 19:16 Patrekur Orri Unnarsson, stálsmiður og trúbador. Vísir/Ívar Fannar Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. „Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar
Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira