Allt að tuttugu stiga hiti í dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 08:31 Blíðviðri verður á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“ Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir í samtali við Vísi að veðrið verði svipað og í gær en jafnvel örlítið betra. Hitastig fór í rúmlega 20 stig við Skálholt í gær og gæti hitastig náð þeim hæðum á Suðurlandi fjarri frá hafgolunni við ströndina. Mesta blíðviðrið á Suðurlandi Óli nefnir að búast megi við góðu veðri á stöðum eins og Selfossi og Hveragerði en að veðrið muni vera enn betra austar á Suðurlandinu líkt og í Þjórsárdal og við Hellu. Hann segir norðanáttina gera það að völdum að Suðurlandið njóti mesta blíðviðrisins í dag. „Uppsveitir Suðurlands hafa yfirleitt vinninginn á svona dögum þar sem það er norðanátt og smá vestanátt. Það munar um að vindurinn frá sjónum er ekki að ná þarna inn af krafti.“ Aðeins svalara á höfuðborgarsvæðinu Veðrið á Vesturlandi mun einnig vera hlýtt og sólríkt en að mati Óla gæti hitastig náð allt að nítján gráðum í Borgarfirði. Með kvöldinu mun þó skýjaslæða breiðast yfir Snæfellsnes og vestanverða Vestfirði. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu muni hitastigið líklegast vera tveimur til þremur gráðum svalara en það var í gær vegna sjávarlofts sem umlykur svæðið. Hann tekur fram að Vatnsendasvæðið muni líklegast fá besta veðrið vegna fjarlægðar frá sjó. Á þriðjudaginn verður best að vera á Austurlandi Á Norðurlandi og Austurlandi heldur það áfram að vera þungbúið og í svalara lagi í dag og á morgun en Óli tekur fram að veðrið taki við sér þar á þriðjudaginn og að hitastig ætti að ná 20 gráðum á Austurlandi. „Frá og með þriðjudegi verður besta veðrið á Austurlandi.“
Veður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira