Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 12:55 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Gabriel Attal, forsætisráðherra. Attal baðst lausnar úr embætti á fundi með Macron í morgun en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika í landinu. Christian Liewig/Corbis/Getty Images Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25