Búið að afvopna neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 20:22 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín. Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín.
Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“