Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 13:30 Dagmar Ýr er framkvæmdastjóri Austurbrúar. Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira