Julián Álvarez og Lionel Messi skoruðu mörk argentínsku heimsmeistaranna í leiknum í New Jersey í nótt.
Drake hefur eflaust blótað Messi og félögum í sand og ösku eftir að hafa unnið landa sína í leiknum. Drake veðjaði nefnilega á leikinn og hefði fengið tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna ef Kanada hefði unnið. Þess í stað tapaði rapparinn rúmlega fjörutíu þúsund krónum sem hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að borga.
Stoltið var samt sært og argentínsku leikmennirnir ákváðu að snúa hnífnum í sári Drakes með því að birta mynd undir yfirskriftinni „Ekki eins og við.“
Not like us, 𝐧𝐨𝐭 𝐰𝐢𝐭𝐡 𝐮𝐬 🇦🇷 pic.twitter.com/Zoa4OTbgnK
— Selección Argentina in English (@AFASeleccionEN) July 10, 2024
„Ekki eins og við“ er nafn á lagi Kendricks Lamar þar sem hann skýtur föstum skotum í átt að Drake. Þeir hafa átt í miklum deilum undanfarna mánuði og gefið út hvert „disslagið“ á fætur öðru.
Argentína, sem á titil að verja í Suður-Ameríkukeppninni, mætir annað hvort Kólumbíu eða Úrúgvæ í úrslitaleiknum á sunnudaginn.