Kólumbíumenn komust í úrslitaleikinn tíu á móti ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 06:30 Davinson Sanchez fagnar Jefferson Lerma í leikslok en sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið í leiknum. Getty/Robin Alam Kólumbía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í undanúrslitaleik þjóðanna. Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Copa América Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.
Copa América Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira